Skoðun

Verkfall í augum barns

Sigríður Karlsdóttir skrifar

Ég sat á miðju Stjörnutorgi með fimm ára leikskólabarninu mínu í vikunni. Hún átti að vera í leikskólanum en í staðinn sat hún með brauðstangarsósu út á kinn og með sleikjó í vasanum.

Dóttir: Mamma, af hverju eru kennararnir mínir í verkfalli?

Mamman: Af því þau vilja fá hærri laun.

Dóttir: Mamma, hvað eru laun?

Mamma: Það eru peningar sem maður fær þegar maður vinnur í vinnunni sinni. Eins og konan í ísbúðinni fær líka laun fyrir að afgreiða okkur með ísinn.

Dóttir: Hvað gera kennararnir mínir þá? Eru þeir að vinna? (Ekkert skrýtið að hún spyrji, henni finnst bara kennararnir sínir vera ömmur og frændfólk sem elskar sig).

Mamman: Þeir sannarlega vinna. Þeir passa það dýrmætasta sem við foreldrarnir eigum. Ykkur. 

Dóttirin: Eru börn dýrmætara en bíll? Eða hús? Eða fjársjóðskista?

Mamman: Börn eru dýrmætari en allur fjársjóðurinn í heiminum!

Þögn.

Dóttirin: Þá finnst mér að þeir ættu að fá marga, marga, marga peninga. Eða ekki peninga, heldur demanta. 

I rest my case. 

Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×