Dönsuðu fyrir baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Fjölmargar söngkonur koma fram í Hörpu í dag. Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira