Heilbrigð ungmenni sem geta tekist á við áskoranir 21. aldarinnar Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun