„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 18:45 Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira