Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 12:47 Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira