Ef ófaglærðir starfsmenn í leikskólum fengju borgað eins og barnapíur Ingvi Hrannar Ómarsson skrifar 19. febrúar 2020 17:00 Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar