Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. febrúar 2020 19:42 Borgin er í minnihluta innan SORPU. vísir/vilhelm Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“ Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent