Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. febrúar 2020 09:00 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins.