Tottenham og Arsenal sögð hafa áhuga á leikmanni Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Adam Lallana fagnar síðasta titli með Liverpool þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða. Hann yfirgefur líklega félagið sem enskur meistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða. Getty/ David Ramos Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira