Manchester United sagt tilbúð að lækka verðið á Pogba um 4,8 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:30 Paul Pogba hefur lítið sést í Manchester United búningnum að undanförnu. Getty/ James Williamson Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira