Hefja réttarhöld í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2020 21:56 Þýska lögreglan hefur borið kennsl á 87 grunaða barnaníðinga í tengslum við málið. Vísir/Getty Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira