Segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk komi fram við hinsegin fólk af virðingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 17:54 Landlæknir gaf í dag út tilkynningu þar sem hamrað var á því að heilbrigðisstarfsfólk kæmi fram við hinsegin fólk af virðingu. Vísir/Jóhann/Vilhelm Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“ Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“
Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29
Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent