Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 15:31 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira