Íslendingum ráðið frá ferðalögum Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 15:36 Embætti landlæknis hefur birt leiðbeiningar um sóttkví en breyttar reglur taka gildi á miðvikudag. Frá og með þeim tíma verða öll lönd og svæði heimsins skilgreind sem áhættusvæði. Lögreglan Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18
Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12