Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:24 Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jóhann Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira