Stormur, éljagangur og vatnavextir Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:44 Það mun blása á vestanverðu landinu og miðhálendinu í dag. Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt. Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt.
Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15