Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 12:00 Tveir hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar. vísir/vilhelm Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira