Allir ferðamennirnir komnir úr lífshættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:57 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08