„Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:40 Formaður stjórnarskrárfélagsins segir að lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. Aðsend Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“ Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“
Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira