Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 06:43 Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður. Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Sjá meira
Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður.
Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Sjá meira