Ráðuneytisfólk virðist vilja verja ráðherra sinn Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 14:02 Þórhildur Sunna er ósátt við svör ráðuneytisins og hefur nú kallað Kristján Þór á fund stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar. Sá fundur verður í fyrramálið og í beinni útsendingu á Vísi. „Það er ekki rétt eins og segir í greinargerð ráðuneytisins að stigveldi í ráðuneytinu geri undirmenn vanhæfs yfirmanns hæfa eða að þeir séu hæfir ef yfirmaðurinn veit ekki af málinu.“ Þetta segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í samtali við Vísi. „Í stigskiptingu stjórnsýslunnar felst meðal annars að undirmenn eru alltaf vanhæfir ef yfirmaður er það.“ Þórhildur Sunna ósátt við svörin Vísir greindi í gær frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem meðal annars var til umfjöllunar svör atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við spurningum nefndarinnar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra þá í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Spurt var hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi ráðherra á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum sem tengjast Samherja eða tengdum aðilum. Jafnframt hvernig hæfi ráðherra í ráðuneytinu sé metið og um verkferla? Og þá hvaða lög eða lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra? Haukur Arnþórsson segir að stjórnvöldum beri að fara eftir meginreglum stjórnsýsluréttar sem hefur víðtækara gildissvið en stjórnsýslulög.visir/einar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt en svör nær til stjórnsýslukæra sem borist hafa ráðuneytinu en til meðferðar í ráðuneytinu séu yfir 250 stjórnvaldskærur. Þórhildur Sunna hefur farið fram á að ráðherra mæti fyrir nefndina. Svör ráðuneytisins „Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algerra undantekninga. Á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra aldrei komið að meðferð stjórnsýslukæru. Í aðeins eitt skipti var ráðherra sérstaklega upplýstur um niðurstöðu úrskurðar þegar hann lá fyrir, en hann varðaði leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni fyrir fiskiskipið Kleifarberg RE-70,“ segir meðal annars í stuttri greinargerð ráðuneytisins en undir hana skrifa Kristján Þór og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri. Samherjamálið ætlar að reynast Kristjáni Þór þungt í skauti. Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015.wikileaks Þar segir einnig að ráðherra hefði hvorki neinna hagsmuna að gæta gagnvart Samherja né nein tengsl við fyrirtækið önnur en þau að hafa um áratugaskeið þekkt einn aðaleigandafélagsins, Þorstein Má Baldvinsson. „Var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki vanhæfi hans í málum sem vörðuðu ekki mikilverða hagsmuni. Í því fólst að starfsmenn ráðuneytisins voru hæfir til afgreiðslu stjórnvaldsúrskurða sem beindust að félaginu.“ Greinargerð ráðuneytisins má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Stjórnvöldum ber að fara eftir meginreglum stjórnsýsluréttar Vísir bar svör ráðuneytis undir Hauk stjórnsýslufræðing en hann er nú staddur úti í Asíu. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri skrifaði ásamt ráðherra undir svör ráðuneytisins við fyrirspurn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Ráðuneytið kýs að láta sem hæfi varði aðeins mál sem leyst eru á grundvelli stjórnsýslulaga – en þau lög fjalla um réttindi og skyldur aðila – og tínir til dæmi sem sýna það. Það er of þröngt sjónarhorn,“ segir stjórnsýslufræðingurinn. Haukur útskýrir að í öllu starfi ráðuneytisins gildi stjórnsýsluréttur og er oft talað um skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins. „Hann hefur að geyma meginreglur sem stjórnvöldum ber að fara eftir og hefur verulega víðtækara gildissvið en stjórnsýslulög. Allar ákvarðanir og málatilbúningur ráðuneytisins þarf að mæta kröfum stjórnsýsluréttarins – nema undirbúningur löggjafar.“ Kristján Þór mætir á opinn fund á morgun milli níu og ellefu en þá verður hann spurður nánar út í takmörkuð svör ráðuneytisins. Fundurinn verður í beinni útsendingu á VísiSvör ráðuneytisins.Uppfært: Athugasemd hefur borist frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem bendir á að það hafi verið að hennar frumkvæði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og atvinnuvegaráðherra var kallaður á fund nefndarinnar á morgun. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Segir ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. 20. janúar 2020 14:15 Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
„Það er ekki rétt eins og segir í greinargerð ráðuneytisins að stigveldi í ráðuneytinu geri undirmenn vanhæfs yfirmanns hæfa eða að þeir séu hæfir ef yfirmaðurinn veit ekki af málinu.“ Þetta segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í samtali við Vísi. „Í stigskiptingu stjórnsýslunnar felst meðal annars að undirmenn eru alltaf vanhæfir ef yfirmaður er það.“ Þórhildur Sunna ósátt við svörin Vísir greindi í gær frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem meðal annars var til umfjöllunar svör atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við spurningum nefndarinnar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra þá í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Spurt var hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi ráðherra á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum sem tengjast Samherja eða tengdum aðilum. Jafnframt hvernig hæfi ráðherra í ráðuneytinu sé metið og um verkferla? Og þá hvaða lög eða lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra? Haukur Arnþórsson segir að stjórnvöldum beri að fara eftir meginreglum stjórnsýsluréttar sem hefur víðtækara gildissvið en stjórnsýslulög.visir/einar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt en svör nær til stjórnsýslukæra sem borist hafa ráðuneytinu en til meðferðar í ráðuneytinu séu yfir 250 stjórnvaldskærur. Þórhildur Sunna hefur farið fram á að ráðherra mæti fyrir nefndina. Svör ráðuneytisins „Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algerra undantekninga. Á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra aldrei komið að meðferð stjórnsýslukæru. Í aðeins eitt skipti var ráðherra sérstaklega upplýstur um niðurstöðu úrskurðar þegar hann lá fyrir, en hann varðaði leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni fyrir fiskiskipið Kleifarberg RE-70,“ segir meðal annars í stuttri greinargerð ráðuneytisins en undir hana skrifa Kristján Þór og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri. Samherjamálið ætlar að reynast Kristjáni Þór þungt í skauti. Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015.wikileaks Þar segir einnig að ráðherra hefði hvorki neinna hagsmuna að gæta gagnvart Samherja né nein tengsl við fyrirtækið önnur en þau að hafa um áratugaskeið þekkt einn aðaleigandafélagsins, Þorstein Má Baldvinsson. „Var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki vanhæfi hans í málum sem vörðuðu ekki mikilverða hagsmuni. Í því fólst að starfsmenn ráðuneytisins voru hæfir til afgreiðslu stjórnvaldsúrskurða sem beindust að félaginu.“ Greinargerð ráðuneytisins má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Stjórnvöldum ber að fara eftir meginreglum stjórnsýsluréttar Vísir bar svör ráðuneytis undir Hauk stjórnsýslufræðing en hann er nú staddur úti í Asíu. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri skrifaði ásamt ráðherra undir svör ráðuneytisins við fyrirspurn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Ráðuneytið kýs að láta sem hæfi varði aðeins mál sem leyst eru á grundvelli stjórnsýslulaga – en þau lög fjalla um réttindi og skyldur aðila – og tínir til dæmi sem sýna það. Það er of þröngt sjónarhorn,“ segir stjórnsýslufræðingurinn. Haukur útskýrir að í öllu starfi ráðuneytisins gildi stjórnsýsluréttur og er oft talað um skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins. „Hann hefur að geyma meginreglur sem stjórnvöldum ber að fara eftir og hefur verulega víðtækara gildissvið en stjórnsýslulög. Allar ákvarðanir og málatilbúningur ráðuneytisins þarf að mæta kröfum stjórnsýsluréttarins – nema undirbúningur löggjafar.“ Kristján Þór mætir á opinn fund á morgun milli níu og ellefu en þá verður hann spurður nánar út í takmörkuð svör ráðuneytisins. Fundurinn verður í beinni útsendingu á VísiSvör ráðuneytisins.Uppfært: Athugasemd hefur borist frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem bendir á að það hafi verið að hennar frumkvæði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og atvinnuvegaráðherra var kallaður á fund nefndarinnar á morgun.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Segir ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. 20. janúar 2020 14:15 Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Segir ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. 20. janúar 2020 14:15
Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00