Kannaði persónueinkenni ofbeldismanna í nánum samböndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:32 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Vísir/Egill Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku. Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku.
Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira