Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 23:30 Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, hér í forgrunni. AP/Kathy Willens Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30