Ekkert verður af stærsta hóteli Norðurlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:36 Fyrirhugað útlit hótelsins. MYND/AVH Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02