Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Drífa Snædal skrifar 24. janúar 2020 14:30 Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar