World Class færir sig inn í Kringluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Nýja stöðin verður í rýminu sem oftast er kennt við fataverslunina Next. Þar var leikfangaverslunin Kids Coolshop síðast. Vísir/vilhelm Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni. Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni.
Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33