Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 23:15 Til stóð að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fallist á ósk Vegagerðarinnar um að endurskoða aðalskipulagið. Stöð 2/Einar Árnason. Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07
Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent