Meghan farin aftur til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 10:30 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er snúin aftur til Kanada eftir stutt stopp í Bretlandi. vísir/getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15