Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 11:31 Vilhjálmur Stefánsson segir störf viðbragðsaðila hafa gengið mjög vel. Aðsend Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44