Rútuslysið við Blönduós að öllum líkindum vegna flughálku Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 11. janúar 2020 16:30 Frá slysstað. Aðsend Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent