Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2020 11:40 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vísir/Hanna Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu. Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira