Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. janúar 2020 02:20 Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu. Vísir/jói k Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Snjóflóðin á Flateyri 1995 Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59