Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 02:42 Snjóflóðið féll í sjóinn gegnt Suðureyri og myndaði flóðbylgju. Mynd/Map.is Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði