Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 02:42 Snjóflóðið féll í sjóinn gegnt Suðureyri og myndaði flóðbylgju. Mynd/Map.is Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59