Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 07:23 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur. Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur.
Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45