Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 08:48 Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. MAGNÚS EINAR Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira