Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 10:02 Valur S. Valgeirsson er formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Mynd/Einar Ómarsson Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar. Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar.
Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42