Leigjendur borga fyrr en eru áfram líklegri til að búa við glæpi og hávaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Horft til Reykjavíkur úr Kópavogi. Vísir/vilhelm Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira