Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. janúar 2020 11:45 Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðinu sem féll úr Skollahvilft á þriðjudagskvöld. Magnús einar Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. Þá hafi verið nánast ómögulegt að reisa varnargarða til að verja smábátahöfnina algjörlega fyrir hamfaraflóði. Teymi sérfræðinga fór vestur í morgun til að rannsaka flóðið. Flosi segir að á þeim tíma sem garðarnir voru reistir hafi legið nokkurn veginn fyrir að ekki væri hægt að leysa varnir fyrir bæinn og ná höfninni líka. Varnargarðarnir hefðu þá verið komnir miklu meira inn í flóðið til þess að mögulegt væri að ná að beina því fram hjá höfninni. Varnargarðarnir 20 metrar þar sem þeir eru hæstir Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld, annars vegar úr Skollahvilft og hins vegar úr Innra-Bæjargili. Bæði flóðin fóru að hluta til yfir varnargarðana sem reistir voru eftir að mannskæð snjóflóð féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Garðarnir á Flateyri, sem voru teknir í notkun fyrir 20 árum, er mikið mannvirki. Þeir samanstanda af tveimur leiðigörðum, 15 til 20 metra háum og 600 metra löngum, auk þvergarðs sem er 10 metra hár og 350 metra langur. Garðarnir eru byggðir úr jarðvegsfyllingu sem tekin er úr skriðunni báðu megin garðana. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld ollu miklu tjóni. Flóðið úr Skollahvilft, sem mældist á allt að 200 kílómetra hraða, gjöreyðilagði smábátahöfn bæjarins og nánast alla báta sem þar voru við bryggju. Þá féll flóðið úr Innra-Bæjargili á íbúðarhúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka grófst undir flóðinu en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga henni úr flóðinu á lífi. Móðir hennar lýsir því sem kraftaverki að hún hafi sloppið úr flóðinu með skrámur. Á myndinni má sjá snjóflóð sem fallið hafa á Flateyri frá árinu 1997 en þau eru um tuttugu talsins. Varnargarðurinn sést neðarlega á myndinni fyrir miðju og þorpið Flateyri þar fyrir neðan.Veðurstofa Íslands Kom á óvart að það hafi farið yfir varnargarðinn og á íbúðarhús Spurður hvort ekki hafi mátt koma í veg fyrir að flóðið færi annars vegar á íbúðarhús og hins vegar að það myndi gjöreyðileggja smábátahöfnina segir Flosi að það hafi komið svolítið á óvart að flóðið úr Innra-Bæjargili skuli hafa lent á íbúðarhúsi. „Það kom okkur svolítið á óvart að það skyldi fara yfir garðinn og á þetta hús þetta flóð. Samkvæmt nýrri upplýsingum sem við fengum í gær þá kann að vera að það hafi verið annað flóð komið þarna daginn áður. Nú erum við að fara að finna út úr því, en að þá hafi dregið úr eitthvað öryggi garðsins við það að það lá þarna snjór fyrir en það þurfum við að vinna úr. Síðan þurfum við að fara yfir allar þessar forsendur aftur,“ segir Flosi. Fréttastofa ræddi í gær við Guðrúnu Pálsdóttur, íbúa á Flateyri og eiganda útgerðarfyrirtækis þar í bæ, sem missti eina bát útgerðarinnar í flóðinu á þriðjudag. Hún lýsti því hvernig lífsviðurværi fjölskyldu hennar væri þar með farið og kvaðst á sínum hafa viðrað áhyggjur af því að varnargarðarnir myndu ekki geta varið smábátabryggjuna. Lítið hafi verið gert úr áhyggjum hennar og hlegið að henni. Aðspurður hvort ekki þurfi að meta stöðuna algjörlega upp á nýtt núna segir Flosi: „Við höfum kannski aldrei gert lítið úr þeim áhyggjum í rauninni en það sem var á sínum tíma, og það lá nokkurn veginn fyrir, að það var ekki hægt að leysa varnir fyrir bæinn og ná höfninni líka. Þá hefðum við verið komin miklu meira inn í flóðið með varnargarðinn til að ná að beina því fram hjá höfninni. Það hefðum við aldrei getað leyst held ég. Hann hefði þá orðið gríðarlegt mannvirki og ég efast um að við hefðum getað leyst það.“En væri hægt að leysa það í dag? „Ég skal ekki segja. Það eru kannski komnar nýrri upplýsingar um mögulegar lausnir. Við allavega þurfum að skoða það mjög vandlega. Það verður allavega mjög erfitt en það er kannski hægt að draga úr hættunni. Með snjóflóðavörnum erum við að verja mannslíf, ekki eins mikið eignir, en auðvitað er mjög súrt og ég skil alveg áhyggjur í bænum ef allar eignirnar eru að fara í snjóflóði en markmiðið með snjóflóðavörnum er vitaskuld að verja mannslíf,“ segir Flosi.Hér má sjá myndband frá aðstæðum á Flateyri nóttina eftir snjóflóðið, tekið af Önundi Hafsteini Pálssyni: Með dróna fyrir vestan sem getur mælt útlínur flóðanna Hann telur garðana hafa reynst mjög vel þau 20 ár sem þeir hafa verið í notkun. „Þessir garðar hafa reynst mjög vel. Það hafa fallið nokkur flóð, ekki kannski jafnstór og flóðið ‘95 en það hafa nokkur stór flóð fallið og verið mæld, þannig að garðarnir hafa reynst vel og virkað vel. Að vísu hefur komið fram ný þekking síðan þá sem við kannski förum í að vinna úr núna þegar við höfum rannsakað þetta flóð og unnið úr þeim upplýsingum sem við fáum út úr því. Það getur vel verið að út úr því komi að það þurfi að herða á einhverjum reglum eða eitthvað slíkt en almennt séð hafa þessir garðar virkað mjög vel og komið mjög vel út gagnvart staðfestingu á þeim forsendum sem voru notaðar á sínum tíma,“ segir Flosi. Starfsfólk Verkís fór í morgun vestur á firði til þess að kanna aðstæður. Þau fara með dróna með sér sem getur mælt og teiknað upp útlínur flóðanna og stöðuna eins og hún er. „Við bindum miklar vonir við að fá einhverjar haldbærar upplýsingar úr því,“ segir Flosi en það ætti að taka meira en örfáar vikur að vinna úr gögnunum. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. Þá hafi verið nánast ómögulegt að reisa varnargarða til að verja smábátahöfnina algjörlega fyrir hamfaraflóði. Teymi sérfræðinga fór vestur í morgun til að rannsaka flóðið. Flosi segir að á þeim tíma sem garðarnir voru reistir hafi legið nokkurn veginn fyrir að ekki væri hægt að leysa varnir fyrir bæinn og ná höfninni líka. Varnargarðarnir hefðu þá verið komnir miklu meira inn í flóðið til þess að mögulegt væri að ná að beina því fram hjá höfninni. Varnargarðarnir 20 metrar þar sem þeir eru hæstir Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld, annars vegar úr Skollahvilft og hins vegar úr Innra-Bæjargili. Bæði flóðin fóru að hluta til yfir varnargarðana sem reistir voru eftir að mannskæð snjóflóð féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Garðarnir á Flateyri, sem voru teknir í notkun fyrir 20 árum, er mikið mannvirki. Þeir samanstanda af tveimur leiðigörðum, 15 til 20 metra háum og 600 metra löngum, auk þvergarðs sem er 10 metra hár og 350 metra langur. Garðarnir eru byggðir úr jarðvegsfyllingu sem tekin er úr skriðunni báðu megin garðana. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld ollu miklu tjóni. Flóðið úr Skollahvilft, sem mældist á allt að 200 kílómetra hraða, gjöreyðilagði smábátahöfn bæjarins og nánast alla báta sem þar voru við bryggju. Þá féll flóðið úr Innra-Bæjargili á íbúðarhúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka grófst undir flóðinu en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga henni úr flóðinu á lífi. Móðir hennar lýsir því sem kraftaverki að hún hafi sloppið úr flóðinu með skrámur. Á myndinni má sjá snjóflóð sem fallið hafa á Flateyri frá árinu 1997 en þau eru um tuttugu talsins. Varnargarðurinn sést neðarlega á myndinni fyrir miðju og þorpið Flateyri þar fyrir neðan.Veðurstofa Íslands Kom á óvart að það hafi farið yfir varnargarðinn og á íbúðarhús Spurður hvort ekki hafi mátt koma í veg fyrir að flóðið færi annars vegar á íbúðarhús og hins vegar að það myndi gjöreyðileggja smábátahöfnina segir Flosi að það hafi komið svolítið á óvart að flóðið úr Innra-Bæjargili skuli hafa lent á íbúðarhúsi. „Það kom okkur svolítið á óvart að það skyldi fara yfir garðinn og á þetta hús þetta flóð. Samkvæmt nýrri upplýsingum sem við fengum í gær þá kann að vera að það hafi verið annað flóð komið þarna daginn áður. Nú erum við að fara að finna út úr því, en að þá hafi dregið úr eitthvað öryggi garðsins við það að það lá þarna snjór fyrir en það þurfum við að vinna úr. Síðan þurfum við að fara yfir allar þessar forsendur aftur,“ segir Flosi. Fréttastofa ræddi í gær við Guðrúnu Pálsdóttur, íbúa á Flateyri og eiganda útgerðarfyrirtækis þar í bæ, sem missti eina bát útgerðarinnar í flóðinu á þriðjudag. Hún lýsti því hvernig lífsviðurværi fjölskyldu hennar væri þar með farið og kvaðst á sínum hafa viðrað áhyggjur af því að varnargarðarnir myndu ekki geta varið smábátabryggjuna. Lítið hafi verið gert úr áhyggjum hennar og hlegið að henni. Aðspurður hvort ekki þurfi að meta stöðuna algjörlega upp á nýtt núna segir Flosi: „Við höfum kannski aldrei gert lítið úr þeim áhyggjum í rauninni en það sem var á sínum tíma, og það lá nokkurn veginn fyrir, að það var ekki hægt að leysa varnir fyrir bæinn og ná höfninni líka. Þá hefðum við verið komin miklu meira inn í flóðið með varnargarðinn til að ná að beina því fram hjá höfninni. Það hefðum við aldrei getað leyst held ég. Hann hefði þá orðið gríðarlegt mannvirki og ég efast um að við hefðum getað leyst það.“En væri hægt að leysa það í dag? „Ég skal ekki segja. Það eru kannski komnar nýrri upplýsingar um mögulegar lausnir. Við allavega þurfum að skoða það mjög vandlega. Það verður allavega mjög erfitt en það er kannski hægt að draga úr hættunni. Með snjóflóðavörnum erum við að verja mannslíf, ekki eins mikið eignir, en auðvitað er mjög súrt og ég skil alveg áhyggjur í bænum ef allar eignirnar eru að fara í snjóflóði en markmiðið með snjóflóðavörnum er vitaskuld að verja mannslíf,“ segir Flosi.Hér má sjá myndband frá aðstæðum á Flateyri nóttina eftir snjóflóðið, tekið af Önundi Hafsteini Pálssyni: Með dróna fyrir vestan sem getur mælt útlínur flóðanna Hann telur garðana hafa reynst mjög vel þau 20 ár sem þeir hafa verið í notkun. „Þessir garðar hafa reynst mjög vel. Það hafa fallið nokkur flóð, ekki kannski jafnstór og flóðið ‘95 en það hafa nokkur stór flóð fallið og verið mæld, þannig að garðarnir hafa reynst vel og virkað vel. Að vísu hefur komið fram ný þekking síðan þá sem við kannski förum í að vinna úr núna þegar við höfum rannsakað þetta flóð og unnið úr þeim upplýsingum sem við fáum út úr því. Það getur vel verið að út úr því komi að það þurfi að herða á einhverjum reglum eða eitthvað slíkt en almennt séð hafa þessir garðar virkað mjög vel og komið mjög vel út gagnvart staðfestingu á þeim forsendum sem voru notaðar á sínum tíma,“ segir Flosi. Starfsfólk Verkís fór í morgun vestur á firði til þess að kanna aðstæður. Þau fara með dróna með sér sem getur mælt og teiknað upp útlínur flóðanna og stöðuna eins og hún er. „Við bindum miklar vonir við að fá einhverjar haldbærar upplýsingar úr því,“ segir Flosi en það ætti að taka meira en örfáar vikur að vinna úr gögnunum.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira