Harry Maguire verður aðalfyrirliði Man Utd eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Harry Maguire með fyrirliðabandið. Getty/Simon Stacpoole Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994 Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira