Nítján ára gamall að fá tækifæri í aðalliði Man Utd og minnir stjórann á Gary Neville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:30 Brandon Williams er búinn að skapa sér nafn hjá Manchester United þar sem hann er alinn upp. Getty/ Alex Livesey Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira