Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim Bergsveinn Ólafsson skrifar 1. janúar 2020 14:00 Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. Fasta, ketó, vegan, ekkert hveiti, vakna sex alla daga, hot yoga, crossift, einkaþjálfun, fitumæling, ísbað, þakklætislisti, hugleiðsla, lesa heila bók, betri starfsmaður, vinur og foreldri. Af hverju klikka nýársheiti? Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma. Ástæðan fyrir því er að fólk stefnir alltof hátt og setur óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Eftir allt sukkið um jólin ætlar fólk að sigra heiminn í byrjun janúar og það með hröðum hætti. Það er ekki líklegt til árangurs. Fólk verður að hafa varann á að mynda sér ekki nýársheiti sem eru gerð til að mistakast. Það er erfitt að temja sér nýjar venjur. Það er ekkert skemmtilegt til að byrja með því við þurfum að fórna einhverju sem við erum vön að gera og hefur gefið okkur ákveðið öryggi hingað til. Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig. Oft hefur verið rætt um viljastyrk í tengslum við að temja sér nýjar venjur. Margir semja við raunveruleikann og átta sig á að hugsanlega draga þeir frekari ávinninga seinna meir með því að fórna skammvinnu ánægjunni og þægindunum sem henni fylgja. Viljastyrkur virkar ekki eins vel fyrir aðra af því að tilfinningar trompa yfirleitt rökhugsunina. Það er erfiðara að mynda tengingu við fjarlægari verðlaun. Hreinn og beinn viljastyrkur er því oft alls ekki nóg. Sum nýársheiti eru byggð á engum grunni. Þar að leiðandi hafa margir ekki nógu góða ástæðu til að framfylgja þeim. Af hverju ætti maður að gera eitthvað nýtt og krefjandi ef það er ekki hluti af hver maður er eða hvert maður vill stefna? Þú þarft að vita ástæðuna fyrir þeim og minna þig á hana þegar þú dettur af sporinu.Myndaðu þér hæfilega krefjandi venjur sem þú átt raunverulegan möguleika á að viðhalda ef þú leggur hart að þér Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim. Veittu sjálfum þér athygli. Fylgstu með hvernig þér líður þegar þú gerir hlutina sem þú vilt hætta. Eru þeir virkilega þess virði? Eru þeir að færa þig nær þinni sýn eða skemma fyrir þér? Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast. Þú vilt heldur ekki stefna of lágt. Þú vilt skora sjálfan þig aðeins á hólm því annars verður ferðalagið ekkert spennandi. Mundu að lítil skref verða að stórum breytingum. Byrjaðu smátt. Fimmtán mínútna göngutúrinn verður eflaust að hálftíma skokki eftir hálft ár. Litla spínatklípan sem þú bætir við máltíðina þína í hádeginu gæti þakið diskinn þinn eftir ár. Þriggja mínútna hugleiðslan gæti orðið að tuttugu mínútum áður en þú veist af. Minnkaður símatími um hálftíma gæti orðið að klukkutíma símanotkun á dag. Finndu ástæðuna bakvið nýársheitin Þú þarft að vita hvert þú ert að stefna. Hvernig viltu að lífið þitt verði eftir hálft ár, ár, þrjú ár? Hvað viltu gera? Hver viltu verða? Sjáðu það fyrir þér. Eflaust viltu taka vinnu, skóla, heilsu, félagsleg tengsl og áhugamál inn í myndina. Næst er gott að vita af hverju þú vilt uppfylla þessa sýn. Þegar þú veist "af hverju" verður svokallaða "hvernig" auðveldara. Ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir verður miklu auðveldari þegar þú ert með skýra sýn á framtíðina. Þú ert líklegri til að gera það sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugast. Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum. Lokaskilaboð Að lokum langar mig að biðja þig um eitt. Ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur einungis þegar þú nærð markmiðunum þínum. Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum. Leiðin er krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. Á leiðinni tekst þú við áskoranir sem gera þig að betri einstakling í dag heldur en þú varst í gær. Þar finnurðu sannan tilgang með lífinu, sem er svo miklu betra en eintóm hamingja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. Fasta, ketó, vegan, ekkert hveiti, vakna sex alla daga, hot yoga, crossift, einkaþjálfun, fitumæling, ísbað, þakklætislisti, hugleiðsla, lesa heila bók, betri starfsmaður, vinur og foreldri. Af hverju klikka nýársheiti? Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma. Ástæðan fyrir því er að fólk stefnir alltof hátt og setur óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Eftir allt sukkið um jólin ætlar fólk að sigra heiminn í byrjun janúar og það með hröðum hætti. Það er ekki líklegt til árangurs. Fólk verður að hafa varann á að mynda sér ekki nýársheiti sem eru gerð til að mistakast. Það er erfitt að temja sér nýjar venjur. Það er ekkert skemmtilegt til að byrja með því við þurfum að fórna einhverju sem við erum vön að gera og hefur gefið okkur ákveðið öryggi hingað til. Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig. Oft hefur verið rætt um viljastyrk í tengslum við að temja sér nýjar venjur. Margir semja við raunveruleikann og átta sig á að hugsanlega draga þeir frekari ávinninga seinna meir með því að fórna skammvinnu ánægjunni og þægindunum sem henni fylgja. Viljastyrkur virkar ekki eins vel fyrir aðra af því að tilfinningar trompa yfirleitt rökhugsunina. Það er erfiðara að mynda tengingu við fjarlægari verðlaun. Hreinn og beinn viljastyrkur er því oft alls ekki nóg. Sum nýársheiti eru byggð á engum grunni. Þar að leiðandi hafa margir ekki nógu góða ástæðu til að framfylgja þeim. Af hverju ætti maður að gera eitthvað nýtt og krefjandi ef það er ekki hluti af hver maður er eða hvert maður vill stefna? Þú þarft að vita ástæðuna fyrir þeim og minna þig á hana þegar þú dettur af sporinu.Myndaðu þér hæfilega krefjandi venjur sem þú átt raunverulegan möguleika á að viðhalda ef þú leggur hart að þér Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim. Veittu sjálfum þér athygli. Fylgstu með hvernig þér líður þegar þú gerir hlutina sem þú vilt hætta. Eru þeir virkilega þess virði? Eru þeir að færa þig nær þinni sýn eða skemma fyrir þér? Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast. Þú vilt heldur ekki stefna of lágt. Þú vilt skora sjálfan þig aðeins á hólm því annars verður ferðalagið ekkert spennandi. Mundu að lítil skref verða að stórum breytingum. Byrjaðu smátt. Fimmtán mínútna göngutúrinn verður eflaust að hálftíma skokki eftir hálft ár. Litla spínatklípan sem þú bætir við máltíðina þína í hádeginu gæti þakið diskinn þinn eftir ár. Þriggja mínútna hugleiðslan gæti orðið að tuttugu mínútum áður en þú veist af. Minnkaður símatími um hálftíma gæti orðið að klukkutíma símanotkun á dag. Finndu ástæðuna bakvið nýársheitin Þú þarft að vita hvert þú ert að stefna. Hvernig viltu að lífið þitt verði eftir hálft ár, ár, þrjú ár? Hvað viltu gera? Hver viltu verða? Sjáðu það fyrir þér. Eflaust viltu taka vinnu, skóla, heilsu, félagsleg tengsl og áhugamál inn í myndina. Næst er gott að vita af hverju þú vilt uppfylla þessa sýn. Þegar þú veist "af hverju" verður svokallaða "hvernig" auðveldara. Ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir verður miklu auðveldari þegar þú ert með skýra sýn á framtíðina. Þú ert líklegri til að gera það sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugast. Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum. Lokaskilaboð Að lokum langar mig að biðja þig um eitt. Ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur einungis þegar þú nærð markmiðunum þínum. Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum. Leiðin er krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. Á leiðinni tekst þú við áskoranir sem gera þig að betri einstakling í dag heldur en þú varst í gær. Þar finnurðu sannan tilgang með lífinu, sem er svo miklu betra en eintóm hamingja.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar