Írland: hvað varð um laxeldið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. janúar 2020 18:00 Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar