Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 17:27 Vígið á Soleimani hefur vakið mikla reiði víða í Írak og Íran.Hér halda mótmælendur á mynd af honum. Vísir/Getty Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.
Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39