Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2020 19:38 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“ Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“
Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira