Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira