Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2020 09:20 Donald Trump sneri aftur til Washington DC í gærkvöldi eftir að hafa haldið til í Flórída frá því fyrir jól. AP/Kevin Wolf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04