Solskjær: Versti hálfleikur tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn á Old Trafford í gær. Getty/Tom Purslow Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira