Hvar er rauði ,,restart“ takkinn? Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:00 2020 er árið sem allir vilja ýta á ,,restart“ takkann! Hvar værir þú, ef.... ef og hefði.... hvar værum við nú? Værum í áhyggjulausum, vellystingum gætum farið á B5, mætt í allar fermingarveislur, brúðkaup, skemmt okkur eins og enginn væri morgundagurinn og farið í verslunarferðir til Boston og til Evrópu, ég tala nú ekki um golfferðirnar. Raunveruleikinn er annar, við sitjum í sömu súpunni og allir jarðarbúar. Þurfum að reiða okkur á ákvarðanir stjórnvalda, bíða eftir bóluefninu og fara varlega, en hvað hafa kynslóðir á undan gert? Kynslóðir á undan hafa unnið sig út úr kreppum og komist yfir þær. Ljóst er að við þurfum fleiri aðila í nýsköpun! Fleiri aðila sem búa til nýskapandi lausnir! Öll þurfum við að taka þetta til okkar, sérstaklega á þetta við konur. Í skýrslu frá 2019 þar sem Reykjavík economics vann fyrir Íslandsbanka er sagt frá að helmingi færri konur en karlar hafa stofnað fyrirtæki á síðustu 16 árum. Hlutfall þeirra hefur þó hækkað nokkuð, en ekki nóg. Í skýrslunni segir frá að einkaleyfisskráningar eru nokkuð í sókn en við stöndum þó langt að baki Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi í þeim efnum, nýjar tölur þarf þó að skoða, miðað við ástandið síðustu mánuði. Í skýrslunni kemur fram að einungis 18% útflutningstekna eiga uppruna sinn utan sjávarútvegs, útflutnings iðnaðarvara og ferðaþjónustu. Ljóst er miðað við ástand núna þurfum við að hækka það hlutfall verulega. Jú við þurfum að spýta í lófana, taka umhverfis- og veiruvána föstum tökum, haustið verður erfitt. Þessa dagana fer fram nýsköpunarkeppni gagnaþon, þar sem leitað er af nýskapandi lausnum fyrir umhverfið. Margar stofnanir hafa opnað gögn sín, taktu þér tíma, kannaðu hvað þessi nýsköpunarkeppni snýst um. Skráðu þig, tengdu þig við fleiri í nýsköpunarumhverfinu. Leið til að efla tengslanetið. Með þátttöku gætir þú lært eitthvað nýtt, gætir unnið til verðlauna, gætir stofnað nýtt fyrirtæki. Þetta gæti leitt til einhverrar nýrrar vegferðar til framtíðar. Allar nánari upplýsingar eru að finna á hakkathon.island.is. Þú getur skráð þig til leiks til 16. ágúst. Það sakar ekki að taka skrefið og skrá sig! Höfundur er verkefnastjóri, sérfræðingur í stafrænni makraðssetningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
2020 er árið sem allir vilja ýta á ,,restart“ takkann! Hvar værir þú, ef.... ef og hefði.... hvar værum við nú? Værum í áhyggjulausum, vellystingum gætum farið á B5, mætt í allar fermingarveislur, brúðkaup, skemmt okkur eins og enginn væri morgundagurinn og farið í verslunarferðir til Boston og til Evrópu, ég tala nú ekki um golfferðirnar. Raunveruleikinn er annar, við sitjum í sömu súpunni og allir jarðarbúar. Þurfum að reiða okkur á ákvarðanir stjórnvalda, bíða eftir bóluefninu og fara varlega, en hvað hafa kynslóðir á undan gert? Kynslóðir á undan hafa unnið sig út úr kreppum og komist yfir þær. Ljóst er að við þurfum fleiri aðila í nýsköpun! Fleiri aðila sem búa til nýskapandi lausnir! Öll þurfum við að taka þetta til okkar, sérstaklega á þetta við konur. Í skýrslu frá 2019 þar sem Reykjavík economics vann fyrir Íslandsbanka er sagt frá að helmingi færri konur en karlar hafa stofnað fyrirtæki á síðustu 16 árum. Hlutfall þeirra hefur þó hækkað nokkuð, en ekki nóg. Í skýrslunni segir frá að einkaleyfisskráningar eru nokkuð í sókn en við stöndum þó langt að baki Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi í þeim efnum, nýjar tölur þarf þó að skoða, miðað við ástandið síðustu mánuði. Í skýrslunni kemur fram að einungis 18% útflutningstekna eiga uppruna sinn utan sjávarútvegs, útflutnings iðnaðarvara og ferðaþjónustu. Ljóst er miðað við ástand núna þurfum við að hækka það hlutfall verulega. Jú við þurfum að spýta í lófana, taka umhverfis- og veiruvána föstum tökum, haustið verður erfitt. Þessa dagana fer fram nýsköpunarkeppni gagnaþon, þar sem leitað er af nýskapandi lausnum fyrir umhverfið. Margar stofnanir hafa opnað gögn sín, taktu þér tíma, kannaðu hvað þessi nýsköpunarkeppni snýst um. Skráðu þig, tengdu þig við fleiri í nýsköpunarumhverfinu. Leið til að efla tengslanetið. Með þátttöku gætir þú lært eitthvað nýtt, gætir unnið til verðlauna, gætir stofnað nýtt fyrirtæki. Þetta gæti leitt til einhverrar nýrrar vegferðar til framtíðar. Allar nánari upplýsingar eru að finna á hakkathon.island.is. Þú getur skráð þig til leiks til 16. ágúst. Það sakar ekki að taka skrefið og skrá sig! Höfundur er verkefnastjóri, sérfræðingur í stafrænni makraðssetningu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar