Varnarviðbrögð í stað svara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 06:31 Hvert sem ég kem þessa dagana er fólk að velta fyrir sér sömu spurningum; hvernig verður haustið og veturinn? Á að halda landinu opnu eða auka takmarkanir sem gerðar eru til þeirra sem hingað koma? Hvaða áhrif mun þetta allt hafa á okkar daglega líf? Á skólagöngu barnanna okkar? Á fjölskyldu og vini á öldrunarheimilum? Efnahag og atvinnu? Ég fékk símtal frá blaðamanni Morgunblaðsins í vikunni sem vildi vita hvað mér fyndist um stöðu mála. Ég svaraði því til að mér hefur fundist skorta skýr svör um hvert framtíðarplanið sé og kallaði eftir því að ríkisstjórnin sýndi á spilin. Ég er ekki ein um þessa skoðun ef marka má umræðu vikunnar. Sóttvarnalæknir hefur kallað eftir því að ríkisstjórnin og stjórnmálin stígi inn. Það er ljóst að við munum þurfa að læra að lifa með veirunni næstu mánuði, jafnvel árin. Í þeirri stöðu verðum við að vera með skýra áætlun og sýn sem almenningur er meðvitaður um. Fyrir heilbrigði, efnahag, atvinnulíf og velferð. Vitaskuld gerir enginn ráð fyrir að til séu svör við öllu eða allir verði sammála. Það er hins vegar eðlileg krafa og réttmæt að almenningur og atvinnulíf viti og skilji hvert planið er og eftir hvaða sviðsmyndum er unnið eftir. Spurningar eru aldrei mikilvægari en einmitt núna Það er lýðræðislegt hlutverk okkar sem erum í minnihluta á þingi að veita aðhald. Á tímum sem þessum hefur mikla þýðingu að stjórnarandstaða spyrji spurninga fyrir hönd almennings. Viðbrögð forsætisráðherra við þessum svörum mínum í Morgunblaðinu voru þau að hún furðaði sig á því að ég skyldi spyrja spurninga og talaði um pólitíska tækifærismennsku. Viðbrögðin bera vott um mikla vörn. Í stað þess að svara eðlilegum spurningum og gagnrýni á málefnalegan hátt. Ég fór einfaldlega fram á að ríkisstjórnin segði þjóðinni frá sýn sinni til lengri tíma, væri tilbúin með plan og sýndi á spilin. Það verður að gera ráð fyrir því að ráðherrar hafi nýtt sumarið og teiknað upp aðgerðir við því sem gat varla talist alveg óvænt staða. Að ríkisstjórnin komi fram með greiningar og áætlun um hvað gerist ef faraldurinn sækir í sig veðrið, ef faraldurinn stendur í stað og ef það gerist sem við vonum öll, að smit verði í lágmarki. Þjóðin þarf að vita hvers er að vænta og fá á tilfinninguna að verkstjórn sé skýr. Skólar, atvinnulíf, heimili. Þessi viðbrögð forsætisráðherra gera hins vegar að verkum að ég óttast að þau séu ekki fyllilega undirbúin. Verkefnin eru vissulega ærin og úrlausnarefnin flókin. Þá er oft heillavænlegra að hlusta á ólík sjónarmið, gagnrýnisraddir og að lágmarki svara þeim með málefnalegum rökum. Samstaðan er ómetanleg Hin ómetanlega samstaða sem skapaðist í fyrstu bylgju veirunnar er ekki síst til komin vegna þess að þríeykið; Alma, Þórólfur og Víðir töluðu tæpitungulaust, sögðu okkur hvert þau væru að stefna og við hverju væri að búast. Óvissan var mikil og enginn gerði kröfu um að þau gætu svarað öllum spurningum. Þau töluðu hins vegar til þjóðarinnar. Upplýsingagjöf þeirra hafði mikið um árangurinn að segja og um samstöðu þjóðarinnar. Gegnsæið, upplýsingarnar og samtalið varð til þess að þjóðin myndaði órofa samstöðu í baráttunni við varginn. Við upplifðum að við vorum saman í erfiðum aðstæðum og vorum fyrir vikið, öll saman reiðubúin til að takast á við erfitt verkefnið. Þessa hugmyndafræði þarf ríkisstjórnin að taka sér til fyrirmyndar. Hún verður að hlusta á ákall sóttvarnalæknis um aukið samráð ólíkra aðila, aðkomu og ákvarðanatöku stjórnvalda. Að heildarmyndin verði höfð í huga og fólki sagt hvaða áhrif ákvarðanir hafa á daglegt líf þjóðarinnar; á ferðaþjónustuna og aðrar atvinnugreinar, listir, íþróttir, heilbrigðisþjónustu, skólakerfið, brottfall og líðan þjóðar svo eitthvað sé nefnt. Því sama hafa hagfræðingar verið að kalla eftir. Hið pólitíska samtal snýst um hvernig við verjum og verndum almannahagsmuni á tíma veirufaraldurs sem við verðum að lifa við næstu misserin. Og það er mér áhyggjuefni hvernig forsætisráðherra vill afgreiða málefnalegt samtal um stærsta pólítíska málið sem við horfumst í augu við. Nú ber svo undir að ríksstjórnin hefur haft góðan vinnufrið frá þinginu og hefur forsætisráðherra reyndar fagnað því sérstaklega. Ríkisstjórnin er sá aðili sem hefur tækin og tólin til að meta hagræn áhrif og hún getur sett fram heildarmynd hvernig verjast eigi veirunni þannig að hvorki heilsu fólks sé stefnt í hættu né efnahagslegu öryggi. Til að dýrmæt samstaða haldist og við upplifum ekki frekari árekstra á milli hinna ýmsu hópa og atvinnugreina í landinu þarf gegnsæið að vera sem mest og upplýsingaflæðið að vera markvisst. Það þurfa ekki og það verða aldrei allir að sammála um þær ákvarðanir sem þarf að taka en skilningur verður að vera til staðar og forsendur skýrar. Einfaldast hefði verið fyrir forsætisráðherra að svara málefnalega og skýra almenningi frá því eftir hvaða sveigjanlega ramma verður unnið og hvaða áttaviti er notaður. Það á ekki að vera erfitt né kalla fram ónot. Ekkert samráð - og engar spurningar Allt kjörtímabilið hefur Viðreisn haft að leiðarljósi að vera ekki á móti eingöngu til að vera á móti; við viljum ekki líkjast stjórnarandstöðu síðustu ára og áratuga. Við höfum stutt góð mál ríkisstjórnar frá upphafi, veitt aðhald og spurt gagnrýninna spurninga þegar þörf er á. Það hefur ekki breyst með kórónuveirunni. Það er raunar mín skoðun að á tímum sem þessum sé hlutverk málefnalegrar og sterkrar stjórnarandstöðu aldrei mikilvægara. Þegar heimsfaraldurinn reið yfir í febrúar og mars var það pólitísk ákvörðun af hálfu ríkisstjórnarinnar að fylgja ekki fordæmum margra annarra landa og tryggja raunverulegt pólitískt samráð allra flokka um mikilvægar ákvarðanir sem vörðuðu COVID-19. Þvert á móti ákvað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að hafa ekkert samráð. Gott og vel. Við höfum unnið með það. En nú má skilja forsætisráðherra sem svo að hún mótmæli einnig eðlilegum spurningum, hvað þá gagnrýni og þá kvikna viðvörunarljós. Hér á Íslandi búum við í opnu, frjálsu og lýðræðislegu landi. Gagnrýni og skoðanir sem ekki falla í kramið á ríkisstjórnarheimilinu verða alltaf til staðar og þær verða að vera til staðar. Slíkt aðhald er heilbrigðismerki í hverju lýðræðissamfélagi. Hér er ríkisstjórnin komin á válega slóð. Ef ráðherrar átta sig ekki á þeim veruleika, þá óttast ég að þau séu ekki starfi sínu vaxin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Hvert sem ég kem þessa dagana er fólk að velta fyrir sér sömu spurningum; hvernig verður haustið og veturinn? Á að halda landinu opnu eða auka takmarkanir sem gerðar eru til þeirra sem hingað koma? Hvaða áhrif mun þetta allt hafa á okkar daglega líf? Á skólagöngu barnanna okkar? Á fjölskyldu og vini á öldrunarheimilum? Efnahag og atvinnu? Ég fékk símtal frá blaðamanni Morgunblaðsins í vikunni sem vildi vita hvað mér fyndist um stöðu mála. Ég svaraði því til að mér hefur fundist skorta skýr svör um hvert framtíðarplanið sé og kallaði eftir því að ríkisstjórnin sýndi á spilin. Ég er ekki ein um þessa skoðun ef marka má umræðu vikunnar. Sóttvarnalæknir hefur kallað eftir því að ríkisstjórnin og stjórnmálin stígi inn. Það er ljóst að við munum þurfa að læra að lifa með veirunni næstu mánuði, jafnvel árin. Í þeirri stöðu verðum við að vera með skýra áætlun og sýn sem almenningur er meðvitaður um. Fyrir heilbrigði, efnahag, atvinnulíf og velferð. Vitaskuld gerir enginn ráð fyrir að til séu svör við öllu eða allir verði sammála. Það er hins vegar eðlileg krafa og réttmæt að almenningur og atvinnulíf viti og skilji hvert planið er og eftir hvaða sviðsmyndum er unnið eftir. Spurningar eru aldrei mikilvægari en einmitt núna Það er lýðræðislegt hlutverk okkar sem erum í minnihluta á þingi að veita aðhald. Á tímum sem þessum hefur mikla þýðingu að stjórnarandstaða spyrji spurninga fyrir hönd almennings. Viðbrögð forsætisráðherra við þessum svörum mínum í Morgunblaðinu voru þau að hún furðaði sig á því að ég skyldi spyrja spurninga og talaði um pólitíska tækifærismennsku. Viðbrögðin bera vott um mikla vörn. Í stað þess að svara eðlilegum spurningum og gagnrýni á málefnalegan hátt. Ég fór einfaldlega fram á að ríkisstjórnin segði þjóðinni frá sýn sinni til lengri tíma, væri tilbúin með plan og sýndi á spilin. Það verður að gera ráð fyrir því að ráðherrar hafi nýtt sumarið og teiknað upp aðgerðir við því sem gat varla talist alveg óvænt staða. Að ríkisstjórnin komi fram með greiningar og áætlun um hvað gerist ef faraldurinn sækir í sig veðrið, ef faraldurinn stendur í stað og ef það gerist sem við vonum öll, að smit verði í lágmarki. Þjóðin þarf að vita hvers er að vænta og fá á tilfinninguna að verkstjórn sé skýr. Skólar, atvinnulíf, heimili. Þessi viðbrögð forsætisráðherra gera hins vegar að verkum að ég óttast að þau séu ekki fyllilega undirbúin. Verkefnin eru vissulega ærin og úrlausnarefnin flókin. Þá er oft heillavænlegra að hlusta á ólík sjónarmið, gagnrýnisraddir og að lágmarki svara þeim með málefnalegum rökum. Samstaðan er ómetanleg Hin ómetanlega samstaða sem skapaðist í fyrstu bylgju veirunnar er ekki síst til komin vegna þess að þríeykið; Alma, Þórólfur og Víðir töluðu tæpitungulaust, sögðu okkur hvert þau væru að stefna og við hverju væri að búast. Óvissan var mikil og enginn gerði kröfu um að þau gætu svarað öllum spurningum. Þau töluðu hins vegar til þjóðarinnar. Upplýsingagjöf þeirra hafði mikið um árangurinn að segja og um samstöðu þjóðarinnar. Gegnsæið, upplýsingarnar og samtalið varð til þess að þjóðin myndaði órofa samstöðu í baráttunni við varginn. Við upplifðum að við vorum saman í erfiðum aðstæðum og vorum fyrir vikið, öll saman reiðubúin til að takast á við erfitt verkefnið. Þessa hugmyndafræði þarf ríkisstjórnin að taka sér til fyrirmyndar. Hún verður að hlusta á ákall sóttvarnalæknis um aukið samráð ólíkra aðila, aðkomu og ákvarðanatöku stjórnvalda. Að heildarmyndin verði höfð í huga og fólki sagt hvaða áhrif ákvarðanir hafa á daglegt líf þjóðarinnar; á ferðaþjónustuna og aðrar atvinnugreinar, listir, íþróttir, heilbrigðisþjónustu, skólakerfið, brottfall og líðan þjóðar svo eitthvað sé nefnt. Því sama hafa hagfræðingar verið að kalla eftir. Hið pólitíska samtal snýst um hvernig við verjum og verndum almannahagsmuni á tíma veirufaraldurs sem við verðum að lifa við næstu misserin. Og það er mér áhyggjuefni hvernig forsætisráðherra vill afgreiða málefnalegt samtal um stærsta pólítíska málið sem við horfumst í augu við. Nú ber svo undir að ríksstjórnin hefur haft góðan vinnufrið frá þinginu og hefur forsætisráðherra reyndar fagnað því sérstaklega. Ríkisstjórnin er sá aðili sem hefur tækin og tólin til að meta hagræn áhrif og hún getur sett fram heildarmynd hvernig verjast eigi veirunni þannig að hvorki heilsu fólks sé stefnt í hættu né efnahagslegu öryggi. Til að dýrmæt samstaða haldist og við upplifum ekki frekari árekstra á milli hinna ýmsu hópa og atvinnugreina í landinu þarf gegnsæið að vera sem mest og upplýsingaflæðið að vera markvisst. Það þurfa ekki og það verða aldrei allir að sammála um þær ákvarðanir sem þarf að taka en skilningur verður að vera til staðar og forsendur skýrar. Einfaldast hefði verið fyrir forsætisráðherra að svara málefnalega og skýra almenningi frá því eftir hvaða sveigjanlega ramma verður unnið og hvaða áttaviti er notaður. Það á ekki að vera erfitt né kalla fram ónot. Ekkert samráð - og engar spurningar Allt kjörtímabilið hefur Viðreisn haft að leiðarljósi að vera ekki á móti eingöngu til að vera á móti; við viljum ekki líkjast stjórnarandstöðu síðustu ára og áratuga. Við höfum stutt góð mál ríkisstjórnar frá upphafi, veitt aðhald og spurt gagnrýninna spurninga þegar þörf er á. Það hefur ekki breyst með kórónuveirunni. Það er raunar mín skoðun að á tímum sem þessum sé hlutverk málefnalegrar og sterkrar stjórnarandstöðu aldrei mikilvægara. Þegar heimsfaraldurinn reið yfir í febrúar og mars var það pólitísk ákvörðun af hálfu ríkisstjórnarinnar að fylgja ekki fordæmum margra annarra landa og tryggja raunverulegt pólitískt samráð allra flokka um mikilvægar ákvarðanir sem vörðuðu COVID-19. Þvert á móti ákvað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að hafa ekkert samráð. Gott og vel. Við höfum unnið með það. En nú má skilja forsætisráðherra sem svo að hún mótmæli einnig eðlilegum spurningum, hvað þá gagnrýni og þá kvikna viðvörunarljós. Hér á Íslandi búum við í opnu, frjálsu og lýðræðislegu landi. Gagnrýni og skoðanir sem ekki falla í kramið á ríkisstjórnarheimilinu verða alltaf til staðar og þær verða að vera til staðar. Slíkt aðhald er heilbrigðismerki í hverju lýðræðissamfélagi. Hér er ríkisstjórnin komin á válega slóð. Ef ráðherrar átta sig ekki á þeim veruleika, þá óttast ég að þau séu ekki starfi sínu vaxin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun