Hvar eru konurnar? Kristjana Björk Barðdal skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar